Viðbrögð við skilaverkefni 2

Author: Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
Date: 8 October 2007 19:06
Hæ Guðlaug, fínt verkefni.
Ég er alveg sammála þér í því sem þú ert að segja. Og eins og ég sagði við Bergþór þá erum við öll að segja sömu hlutina varðandi nemendur og námsmenn, en bara hver með sínum orðum. Það að hver einstaklingur, nemandi, sé einstakur og að við þurfum að nálgast nemendur á ólíkan hátt, með fjölbreyttum kennsluaðferðum miðað við getu, eðli og upplag nemandans er lykilatriði í kennslu, og nauðsynlegt að hafa alltaf í huga sem kennari. Þetta kemur þú einmitt mjög vel inná í þínu verkefni. Einnig er ég sammála þér varðandi það að mismuna aldrei nemendum. Auðvitað er þetta rétt hjá þér, okkur líkar misvel við nemendur okkar, en við megum aldrei láta þá finna fyrir því. Allir nemendur okkar eiga rétt á sömu meðferð og framkomu, líka þeir sem okkur líkar síður við.
Kv. IAÓ.

Author: Þórunn Júlíusdóttir
Date: 9 October 2007 18:51
Sæl Guðlaug,
mér finnst verkefnið þitt mjög gott, þú ert svo hreinskilin og jákvæð. Nemendur eru eins og þú segir afar misjafnir og auðvitað leggjast þeir misvel í okkur en eins og þú segir kemur fagmennskan þá til skjalanna. Og þetta með að kennari kveiki áhuga er svo fínt að tala um, það er að mínu mati stórt hlutverk kennara.
Kær kveðja,
Tóta.

Author: Bergþór Morthens
Date: 10 October 2007 09:11
Sæl Guðlaug
Flott verkefni hjá þér og get ég tekið heilshugar undir allt sem þú segir. Við í hópnum fjöllum öll um ólíkar þarfir nemenda og hvernig sé best að koma til móts við þá, greinilegt að fjölgreindarkenningin hefur greinilega skilað sér til okkar. Mikilvægt eins og þú segir að sýna alltaf fagmennsku og sýna öllum nemendum jákvætt viðhorf og styðja þá í námi. Kennarinn er stór þáttur í lífi nemenda og verðum við að vera meðvituð um stöðu okkar og sýna ætíð fagmennsku í nálgun okkar, getur haft slæm áhrif á nemendur ef kennarinn stendur sig ekki í stykkinu. Hvað varðar áhuga og metnað nemenda er þetta alltaf sama gamla tuggan og sama umræða verið í gangi frá tímum Sókratesar og jafnvel lengra aftur. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið kennarinn getur gert, að sjálfsögðu á hann að reyna allar mögulegar og ómögulegar leiðir til þess að vekja áhuga nemenda á náminu en það verður líka að koma eitthvað mótframlag frá nemandanum, það er ekki hægt að neyða hann til þess að læra.
Kv.
Bergþór

Author: Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Date: 10 October 2007 15:54
Sæl Guðlaug,
Virkilegar góðar hugleiðingar hjá þér. Það er aldrei auðvelt að játa það fyrir sjálfum sér að manni líki mis vel við þá sem maður er að kenna. Eins og þú varst að segja þá er alltaf gott fyrir mann samt að gera sér vel grein fyrir því þannig maður geti einbeitt sér að því að koma samt faglega fram við viðkomandi.
Kveðja
Thelma

Author: Asako Ichihashi
Date: 15 October 2007 19:54
Sæl Guðlaug,
Það er gaman að lesa verkefnið þitt.
Your opinion is very clear and getting to the point.
It is alway good to be positive thinking:-).
Like Bergþór wrote and Ingibjörg was pointing out, we all talked about that everybody is different and it is very important that we all are aware of fjölgreindarkenningin. And like you said, it is easy to have favorite students and other one. But we must not forget our profssionalism.
I belive that if the teacher is trying to be positive and do his best for students then they feel that from him and will follow him.

kv.Asako

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Guðlaug Erlendsdóttir
Guðlaug Erlendsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband