Viðbrögð við skilaverkefni 3

Author: Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
Date: 5 November 2007 20:06
Hæ Guðlaug.
Þetta er frábært skilaverkefni hjá þér, og þú kemur inn á svo marga góða punkta. Mér finnst t.d. mjög gott hjá þér að nefna skýr markmið fyrir nemendur, og fjölbreyttar kennsluaðferðir til að ná markmiðum. Og það er alveg rétt, þessar aðferðir lærast bara smátt og smátt, æfingin skapar meistarann. Auðvitað hafa kennarar ekki tugi kennsluaðferða á taktinum, þetta kemur með reynslunni og æfingunni. Og eins og þú segir að vera sveigjanlegur, og stöðugt að endurmeta sjálfan sig og læra eitthvað nýtt. Mér finnst gott að þú notar orðið kraftaverkamanneskjur yfir kennara. Þetta er sko alveg rétt, ef maður hugsar út í starfið þá eru kröfurnar oft annsi miklar. En á góðum degi er það allt þess virði, ekki satt. Frábært verkefni. Kv. IAÓ.

Author: Þórunn Júlíusdóttir
Date: 5 November 2007 23:07
Sæl Guðlaug,
mér fannst mjög gaman að lesa verkefnið þitt, það eru svo margir góðir punktar sem þú kemur inn á. Til dæmis þessi tilfinning sem situr eftir ef tími hefur verið vel heppnaður, hvað er það þá sem hefur haft að segja. Það er í raun engin staðaluppskrift til að góðri kennslu eins og þú segir réttilega og allar aðferðir t.d. Ingvar). Ég er að kenna eldri nemendum (meðalaldur 45 ár) og ég dáist að ykkur sem eruð með t.d. 25 börn í bekk og nokkra með greiningu eins og þú nefnir; það þarf kraftaverkafólk til að sinna því starfi vel, engin spurning. Hjá mér eru ekki agavandamál, heldur önnur vandamál sem tengjast þá helst að fólk hefur oft á tíðum lágt sjálfsmat vegna fyrri reynslu af skólum og þarf mikla hvatningu.
En frábært verkefni hjá þér, heiðarlegt og vel skrifað.
Kveðja,
Tóta.


Author: Asako Ichihashi
Date: 7 November 2007 22:21
Sæl Guðlaug,
Það var mjög gaman að lesa og auðvelt að skilja viðhorf þitt .
It was nice to see that somebody wrote an opinion which was very similar as mine. When I was reading yours I kept saying "a-ha! Einmitt!!" in my head;-). Like Aldís wrote, I also liked the word you used, "kraftaverkamanneskjur". We all are not perfect but to be a good / professional teacher, if we try to stand well there are so many requierment we need to be. This is not easy job and not everybody can do. You have to be aware of so many things. You have to be motivative, positive, and patient like you mentioned and maybe creative, too.
Flott verkefnið!!
kv.Asako

Author: Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Date: 8 November 2007 22:24
Sæl Guðlaug gott verkefni hjá þér. Mér finnst þú hafa náð að svara spurningunum vel ég var sjálf eitthvað svo föst í að þetta væri allt of samhangandi spurningar en ég sé að þú hefur leyst vel úr þessu. Það er ekki spurning að skýrt markmið og gott skipulag er mikilvægt atriði þegar kemur að þvi kenna vel. Gangi þér. Ég tók eftir að þú segist ekki eiga neina sérstaka grein og svarar út frá lífsleikninni. Ég er einmitt í svipuðum sporum og hef lagt áherslu á lífsleiknina í æfingakennslunni. Ótrúlega skemmtilegur áfangi sem bíður upp á mikla möguleika og samskipti eru einmitt mjög mikilvæg eins og þú kemur inn á. Ég er viss um að þú getur leyft þér að segja að þú eigir lífsleiknina.
Kveðja
Thelma

Author: Bergþór Morthens
Date: 14 November 2007 23:27
Það er í raun og veru fáraánlegt hversu miklar kröfurnar eru af kennurum og í mörgum tilfellum ofurmannlegar. Kennari þarf að vera fær um að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra fjölmörgu einstaklinga sem skipa bekk. Las góða grein í dag á netinu á Vísi.is
Svo sem ekkert nýtt undir sólinni en margir góðir punktar.
Flott verkefni hjá þér og gaman að lesa það.
Kv.
Bergþór


Author: Halla Sigrún Arnardóttir
Date: 15 November 2007 22:27
Sæl Guðlaug,
flott vekefni hjá þér, skýrt og skilmerkilegt. Einu hjó ég þó eftir sem ég er ekki alveg sammála, vissulega þarf kennari að vera með yfirburðaþekkingu á námsefninu sem hann er að kenna en við erum nú bara mannlega þó við séum stundum "kraftaverka-manneskjur", og það kemur fyrir að við fáum spurningar sem við getum ekki svarað. Þá hefur það reynst mér best að vera heiðarleg og segja einfaldlega að ég viti ekki svarið en muni komast að því og bera svo svarið upp í næsta tíma. Mér hefur ekki þótt þetta rýra traust nemendanna (ekki það að þetta sé oft að koma fyrir en hefur þó komið fyrir) :)
kv.Halla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðlaug Erlendsdóttir
Guðlaug Erlendsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband