Viðbrögð við skilaverkefni 4

Author: Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
Date: 20 November 2007 19:34
Hæ Guðlaug. Frábært verkefnið þitt, þú gerir alltaf svo fín verkefni. Og ég er algjörlega sammála þér varðandi það sem þú ert að segja. Fjölbreytt námsmat er nauðsynlegt og það kemur einmitt til móts við sem flesta nemendur. Við megum ekki festast í formlegum prófum sem einmitt margir kvíða og eiga erfitt með, þótt að þeir séu góðir námsmenn. Ég held að þú metir líka lífsleiknina ekki ósvipað og ég met sönginn. Með virkni og símati. Ég er á þeirri skoðun að það að skella öllum í eitt stórt lokapróf geti reynst varhugavert. Við verðum að skoða það sem gerist yfir skólaárið í heild, og nota sem flestar námsmatsaðferðir. Svo er ég sammála þér með ferilmöppurnar, þær eru mjög sniðugar og foreldrar geta einmitt skoðað þær og fylgst með náminu hjá barni sínu. Kv. IA


Author: Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir
Date: 21 November 2007 22:41
Sæl Guðlaug þú ert greinilega búin að vellta þessu vel fyrir þér og ég er sammála þér um að námsmat er ekki einfallt mál. Nemendur þurfa að finna það að þeir eru metnir á svipaðann hátt. Man vel sjálf eftir dæmi úr grunnskóla sem sat lengi í vinkonu minni þar sem hún fékk umsögn um verkefni þar sem kennarinn sagði að þetta væri ágætis verkefni en þar sem hún ætti að geta gert svo mikilu betur fengi hún bara 7. Hún upplifði lengi að ekki væri verið að meta hennar verkefni út frá því sama og hinna þótt þarna hafa kennarinn auðvitað ætlað henni þetta sem kvattningu. Þetta getur því verið marg slungið. Tek undir með þér með ferilmöppuna og hvað það er sniðugt að setja líkar skissur og verkefni sem eru ekki fullkominn til að sjá þróunina í náminu.
Gangi þér allti haginn.
Kveðja
Thelma


Author: Halla Sigrún Arnardóttir
Date: 23 November 2007 00:30
Sæl Guðlaug, rosalega málefnalegt og flott verkefni hjá þér!
Mér finnst mjög áhugaverð umfjöllun þín um ofuráherslu á samræmdu prófin, ég hvet þig til að kíkja á doktorsrannsókn Rúnars Sigþórssonar sem ég vitna í í mínu verkefni, þar koma fram mjög áhugaverðir punktar varðandi m.a. samræmdu prófinl
Varðandi ferilmöppur þá eru mín fyrstu kynni af þeim núna í náminu og verð ég að viðurkenna að í fyrstu var ég frekar skeptísk en eftir því sem á líður sé ég að þetta er mjög gott verkfæri fyrir nemendann til að byggja upp staðgóða þekkingu á því sem hann er að læra.
Mér finnst mjög áhugavert að þú skulir láta krakkana gefa sjáfsmat, þú nefnir krakkarni hafi ekki gefið sér háa einkunn ef þeim fannst þeir ekki eiga það skilið, þetta er einmitt málið, sérstaklega varðandi ungilnga að þeir læri að taka ábyrgð á sér og sínum verkum og finni að þeim sé treystandi fyrir hlutum eins og sjálfsmati.

Gangi þér áfram vel í kennslunni,
Halla.


Author: Asako Ichihashi
Date: 26 November 2007 01:27
Hæ Guðlaug,
Flott verkefni hjá þér. Auðvelt að lesa og skilja fyrir mig.
I agreee with you many things.
I agree that Portfolio is very good mehod. I enjoy myself looking at my daugters' file and see what they have learned at school:).
About samræmdupróf, I also wrote to Halla, the situation in Japan is worse than here, there, young children are studying crazy to pass entrance exam for private middle schools, high schools and universities. The entrance exam is so difficult and they go to another school to study more after normal school instead go to tomstund. I think it is ok to have samræmdupróf if they could chnage the perpose, for seeing their achivement at elementary school and motivating them for thieir future studies. Not makng stdutents stress and school give them peressure to get good grade for standard of school.

Gangi þér vel í framtíðinni.
kv.Asako

Næsta færsla »

Höfundur

Guðlaug Erlendsdóttir
Guðlaug Erlendsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband