Inngangur

Þessi ferilmappa er unnin sem lokaverkefni í námskeiðinu „Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla” við Kennaraháskóla Íslands.

Að loknum inngangi kemur kafli sem inniheldur skilaverkefni annarinnar. Eru þetta fjögur verkefni, þ.e. „Greinin sem ég kenni”, „Viðhorf mín til nemenda”, „Kennsla og kennsluhættir”, og „Námsmat”. Fyrir aftan hvert skilaverkefni eru þau viðbrögð sem ég fékk frá hópnum mínum.

Næsti hluti er um æfingakennsluna. Þar fjalla ég um hvar ég var í æfingakennslu og hvernig gekk. Eins fjalla ég um samstarf mitt við æfingakennarann og geri góða grein fyrir þeim kennslustundum sem ég kenndi. Eins birti ég allar kennsluáætlanir sem ég gerði. Ennfremur fjalla ég ítarlega um æfingakennsluna, hvað ég lærði og hvað ég má gera betur og þarf að bæta. Í lok þessa hluta er umsögn æfingakennarans míns.

Þá er hluti sem kallast „Ég sem kennari”. Þar fjalla ég um starfskenningu mína og er sú umfjöllun byggð á skilaverkefnunum fjórum.

Í Gullkistunni er að finna fjórar greinar sem ég fann og fannst forvitnilegar. Eru þetta greinar eftir Derek Rowntree; Ingvar Sigurgeirsson; Paul Black og Dylan Wiliam; og James H. Stronge. Þrjár fyrstu greinarnar fjalla um námsmat og eru þær mjög áhugaverðar. Síðasta greinin fjallar hins vegar um þau einkenni sem góður og árangursríkur kennari býr yfir.

Lokakaflinn er svo heimildaskráin. Þar eru birtar allar þær heimildir sem ég notaði við gerð þessarar ferilmöppu. Hef ég stutta útskýringu með hverri heimild.


Höfundur

Guðlaug Erlendsdóttir
Guðlaug Erlendsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband